Haraldur Guðmundsson hetja Keflvíkinga í jafnteflisleik gegn Þór
Keflvíkingar gerðu 2-2 jafntefli við Þór í Símadeild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Keflavíkurvelli. Heimamenn léku manni fleiri í 70 mínútur eftir að sóknarmanni Þórs hafði verið vikið af leikvelli en það dugði þó ekki til sigurs. Mörk Keflavíkurliðsins skoruðu Hörður Sveinsson og Haraldur Guðmundsson en sá síðarnefndi tryggði Keflvíkingum jafnteflið með marki þegar um fimm mínútur voru komnar yfir venjulegan leiktíma.
Keflvíkingar léku nokkuð vel í leiknum og þá sérstaklega Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Benediktsson en annars var allt liðið að leika vel. Bæði mörk Þórsarana komu upp úr þurru, það fyrra eftir ódýra vítaspyrnu og það seinna var þrumuskot fyrir utan teig. Keflvíkingar réðu gangi leiksins en það vantaði þó alltaf eitthvað til að þeir næðu að skora fleiri mörk.
Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.
Keflvíkingar léku nokkuð vel í leiknum og þá sérstaklega Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Benediktsson en annars var allt liðið að leika vel. Bæði mörk Þórsarana komu upp úr þurru, það fyrra eftir ódýra vítaspyrnu og það seinna var þrumuskot fyrir utan teig. Keflvíkingar réðu gangi leiksins en það vantaði þó alltaf eitthvað til að þeir næðu að skora fleiri mörk.
Keflvíkingar eru í 7. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 13 leiki.