Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haraldur Guðmundsson að festa sig í sessi
Þriðjudagur 1. mars 2005 kl. 14:53

Haraldur Guðmundsson að festa sig í sessi

Guðlaugur Þ. Tómasson umboðsmaður Haraldar Guðmundssonar og Þórarins Kristjánssonar kom til skila góðum tíðindum af Haraldi og Ingu sem búsett eru í síldarbænum Álasundi í Noregi  eins og kemur fram á vef Keflavíkur(www.keflavik.is). Þau hafa keypt sér íbúð og komið sér þar vel fyrir.

 

Haraldur Guðmundsson er búinn að festa sig í sessi í annari miðvarðarstöðunni með góðri frammistöðu í æfingaleikjum liðsins. Haraldi var ætlað að fylla skarð hins skæða varnarmanns Amund Skiri, fyrirliða Álasund, sem seldur var til Valerengen. Það var talinn óvinnandi vegur fyrir Harald, en nú telja norðmennirnir að Haraldur hafi þegar sannað fyrir þeim að hann geri meira en að fylla skarðið sem Skiri skyldi eftir sig og verði þeim mikill liðsstyrkur á komandi tímabili.

 

 

Á myndinni sést Haraldur skora úr aukaspyrnu gegn Grindavík síðasta sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024