Haraldur Freyr ráðinn aðstoðarþjálfari 2. flokks karla
Keflavík hefur samið við Harald Frey Guðmundsson um að gerast aðstoðarþjálfari 2. flokks karla út tímabilið en hann mun taka við af Guðjóni Árna sem sölsaði um og tók við þjálfun Víðis í Garði. Haraldur er öllum Keflvíkingum kunnugur en hann spilaði yfir 200 leiki með Keflavík og var fyrirliði liðsins til margra ára.