Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haraldur á sinni fyrstu æfingu í gær
Fimmtudagur 11. janúar 2007 kl. 14:57

Haraldur á sinni fyrstu æfingu í gær

Knattspyrnumaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson fór á sína fyrstu æfingu í gær með norska liðinu Aalesund eftir að hann varð fyrir alvarlegu óhappi á gamlárskvöld. Haraldur fékk skotelda í vinstri lófann á gamlárskvöld með þeim afleiðingum að sauma þurfti hann 27 spor í lófann.

 

,,Ég hef æft alla daga síðan ég kom út en það hefur annað hvort verið hlaup á bretti eða að hjóla. Saumarnir voru teknir úr lófanum á mánudag og leit sárið mjög vel út, engin sýking hafði komist í það en það var einmitt það sem læknirinn hafði mestar áhyggjur af,” sagði Haraldur í samtali við Víkurfréttir.

 

Haraldur segist vera orðinn fínn í hendinni og að hann geti hreyft alla puttana en lófinn er enn bólginn. Hann segir þetta ekki há honum mikið á æfingum og notast við grifflu eins og lyftingakapparnir til þess að hlífa sárinu.

 

Aðspurður hvernig þjálfari liðsins og forráðamenn hefðu brugðist við þegar þeir fréttu að besti leikmaður liðsins (sem Haraldur var kjörinn að lokinni síðustu leiktíð) hefði eytt áramótunum á sjúkrahúsi svaraði Haraldur: ,,Þeir tóku þessu náttúrulega ekki fagnandi en voru ánægðir með að ekki fór verr. Perry þjálfari sagði í fjölmiðlum hér að algjört rakettubann yrði næstu ármót á leikmenn. Einnig sagði hann að ég og Adin, markvörður Aalesund, (sem fagnaði nýja árinu á Íslandi með Haraldi og fjölskyldu) fengjum ekki að fagna nýju ári saman,” sagði Haraldur og bætti því við að þjálfari sinn hefði nú meira verið að grínast en annað.

 

Framundan hjá Haraldi og félögum í Aalesund eru æfingar og brátt fer að líða að æfingaleikju og er sá fyrsti þann 20. janúar. Aalesund fer í tvær æfingaferðir í ár, til Tyrklands og Spánar og er ráðgert að þær verði í mars. Tímabilið í norsku úrvalsdeildinni hefst svo 9. apríl og þá á Aalesund leik gegn Start í fyrstu umferð.

 

Smellið hér til að sjá fréttina af því þegar Haraldur meiddist

 

[email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024