Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hannes tekur við Reyni Sandgerði
Hannes Jón Jónsson og Ari Gylfason, formaður knattspyrnudeildar Reynis. Mynd: Knattspyrnudeild Reynis
Miðvikudagur 23. nóvember 2016 kl. 13:40

Hannes tekur við Reyni Sandgerði

Hannes Jón Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Reyni Sandgerði, en samningur þess efnis var undirritaður á dögunum. Hannes hefur lokið UEFA A þjálfaragráðu og hefur víðtæka reynslu af þjálfun, bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari. Hann hefur meðal annars stýrt meistaraflokki RKV, Magna Grenivík og hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá Þór Akureyri. Hann var aðstoðarþjálfari liðsins síðasta sumar en tekur nú við keflinu af Hafsteini R. Helgasyni sem þjálfað hafði Reyni síðustu tvö tímabil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024