Hann skorar og skorar...
Eyþór Guðnason heldur áfram að skora grimmt fyrir Njarðvík og á þriðjudag skoraði hann tvö mörk í 0 - 3 sigri Njarðvíkinga á Selfossi í 2. deild karla í knattspyrnu. Kristinn Magnússon skoraði eitt mark. Eyþór er markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk eftir fimm leiki.Víðir sigraði Létti á útivelli 0 - 1 og situr í 5. sæti deildarinnar með 9 stig eftir fimm umferðir. Njarðvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir HK í efsta sætinu.