Handbolta efniviður á Suðurnesjum - segir landsliðsþjálfarinn
Landsliðsþjálfarinn í handbolta í heimsókn
„Þetta er hluti af útbreiðslustarfi handknattleikssambandsins. Við höfum verið á fleiri stöðum og fengið góðar móttökur á Ísafirði og víðar. Hér á Suðurnesjum var handbolti vinsæll á árum áður og hann er á uppleið á nýjan leik í Reykjanesbæ. Við vitum af mjög efnilegum handboltaköppum hér,“ sagði Aron í spjalli við Víkurfréttir en hann stjórnaði æfingu hjá Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar í vikunni.
Aron kenndi ungu handboltafólki á æfingunni hinar ýmsu æfingar og fleira tengt tækni og afbrigðum í vörn. Einar Sigurpálsson hjá handknattleiksdeildinni sagðist afar ánægður með heimsókn landsliðsþjálfarans.
Aron kenndi ýmsar æfingar og fleira.
Aron með handboltafólki úr HKR.