Hamborgarar og Heiður
Hitað upp fyrir Keflavík - KR
Keflvíkingar ætla að bjóða stuðningsmönnum sínum upp á hamborgara í allt sumar, en allir eru velkomnir í félagsheimilið í Íþróttahúsinu fyrir alla leiki í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Það er upplagt fyrir alla fjölskylduna að mæta en boðið verður upp á grillaða hamborgara og gos á góðu verði. Ekki þarf að skrá sig í neina klúbba eða slíkt til þess að mæta og njóta.
Kristján Guðmundsson þjálfari mætir svo um 40 mínútum fyrir leik og segir nokkur vel valin orð við gesti. Hljómsveitin Heiður kemur og spilar nokkur lög í félagsheimilinu milli 18.00-19.00 og setur stuðningsmenn í rétta gírinn fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld.
Ath húsið opnar kl 18.00 og kveikt verður í grillinu á sama tíma.