Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 22. október 2001 kl. 11:48

Hamar sigraði Njarðvík í körfunni

Heil umferð var í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Hamar kom á óvart og sigraði Íslandsmeistara Njarðvík 90:88 í Hveragerði. Keflavík vann Tindastól 98:85 á heimavelli og Skallagrímur tapaði í Borgarnesi fyrir Grindavík 71:76.
Teitur Örlygsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 27 stig og Logi var með 26. Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík skoraði 18 stig fyrir sína menn og Guðjón Skúlason var stigahæstur hjá Keflavík með 28 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024