Hamar og Keflavík leika næsta laugardag
Nú liggur fyrir hverjir leikdagarnir verða í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna. Annarsvegar mætast KR og Haukar og hinsvegar Hamar og Keflavík. KR hefur heimavallaréttinn gegn Haukum og Hamar hefur heimavallaréttinn gegn Keflavík. Hamar og Keflavík ríða á vaðið næsta laugardag er liðin mætast í Hveragerði kl. 15:00.
Keflavík og Hamar leika sem hér segir:
Leikur 1 Laugardagur 13. mars kl. 15.00 Hamar-Keflavík Hveragerði
Leikur 2 Þriðjudagur 16. mars kl. 19.15 Keflavík-Hamar Toyota-höllin
Leikur 3 Föstudagur 19. mars kl. 19.15 Hamar-Keflavík Hveragerði
Leikur 4 Sunnudagur 21. mars kl. 19.15 Keflavík-Hamar Toyota-höllin ef þarf
Leikur 5 Þriðjudagur 23. mars kl. 19.15 Hamar-Keflavík Toyota-höllin ef þarf