Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Háloftafuglinn Stefan treður - myndband
Þriðjudagur 20. janúar 2015 kl. 10:19

Háloftafuglinn Stefan treður - myndband

Nýr Bandaríkjamaður karlaliðs Njarðvíkinga í körfuboltanum, Stefan Bonneau, hefur vakið talsverða athygli eftir að hann kom til liðsins um áramótin. Stefan sem er aðeins 177 cm á hæð er með gríðarlegan stökkkraft og býr yfir mikilli snerpu. Í leik Njarðvíkinga og Fjölnis sýndi kappinn hvers hann er megnugur, þegar hann skellti í eina viðstöðulausa „alley-oop“ troðslu eftir sendingu frá Loga Gunnarssyni. Myndband af tilþrifunum má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024