Halli, Maggi og Ómar í byrjunarliði U21 árs liðsins
Keflvíkingarnir Haraldur Guðmundsson, Magnús Þorsteinsson og Ómar Jóhannsson voru allir í byrjunarliði U21 árs landsliðs Íslands sem tapaði, 2-1, gegn U21 árs liði Frakklands í dag. Spiluðu þeir allan leikinn og þóttu skila sínu hlutverki vel.Verða úrslitin að teljast nokkuð góð enda voru Íslendingarnir að spila á heimavelli Frakkanna en í franska liðinu eru margar af skærustu framtíðarleikmönnum Evrópu.