Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hallgrímur skoraði tvö gegn Portúgal
Laugardagur 8. október 2011 kl. 10:31

Hallgrímur skoraði tvö gegn Portúgal

Húsvíkingurinn og fyrrum leikmaður Keflavíkur, Hallgrímur Jónasson sem nú leikur í dönsku deildinni með SöndersjyskE fór mikinn í gær þegar Íslensingar léku gegn Portúgal í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Hallgrímur skoraði tvö mörk í 5-3 tapi Íslendinga og komst þarmeð í fámennan hóp leikmann sem hafa skorað tvö mörk á útvelli. Aðeins þrír íslenskir landsliðsleikmenn höfðu náð því að skora tvö mörk á útivelli fyrir Íslands í leik í undankeppnum HM eða EM en það eru þeir:


2 - Þórður Þórðarson á móti Frakklandi í undankeppni HM 1958
2 - Ríkharður Jónsson á móti Írlandi í undankeppni EM 1964
2 - Ásgeir Sigurvinsson á móti Wales í undankeppni HM 1982
2 - Hallgrímur Jónason á móti Portúgal í undankeppni EM 2012

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024