Hallgrímur og Hilmar í úrtakshóp U 21
Knattspyrnumennirnir Hallgrímur Jónasson og Hilmar Trausti Arnarsson sem leika með Keflavík hefur verið valdir í úrtakshóp U 21 árs landsliðsins í knattspyrnu. Luka Kostic, þjálfari liðsins, valdi að þessu sinni aðeins leikmenn sem leika hér heima á Íslandi. Hilmar Trausti er enn skráður í Hauka en mun bráðlega fá félagsskipti yfir í Keflavík.
Hópurinn kemur saman til æfinga um helgina og æfir í Reykjaneshöll og Fífunni en alls voru 27 leikmenn kallaðir til. Nokkrir sterkir leikmenn eru ekki í hópnum sem leika utan Íslands í deildum á borð við þær ensku og skosku og annars staðar í Evrópu.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Róbert Örn Óskarsson, FH
Jóhann Ólafur Sigurðsson, Fylkir
Aðrir leikmenn:
Ellert Hreinsson, Breiðablik
Guðmann Þórisson, Breiðablik
Haukur Ólafsson, FH
Matthías Vilhjálmsson, FH
Pétur Viðarsson, FH
Haukur Lárusson, Fjölnir
Heiðar Geir Júlíusson, Fram
Kristján Hauksson, Fram
Albert Brynjar Ingason, Fylkir
Kjartan Ágúst Breiðdal, Fylkir
Þórir Hannesson, Fylkir
Hilmar Trausti Arnarsson, Haukar- mun ganga til liðs við Kelfavík
Hörður Magnússon, HK
Kristján Ari Halldórsson, HK
Arnar Már Guðjónsson, ÍA
Heimir Einarsson, ÍA
Jón Vilhem Ákason, ÍA
Anton Bjarnason, ÍBV
Hallgrímur Jónasson, Keflavík
Ingimundur Óskarsson, KR
Daníel Laxdal, Stjarnan
Guðjón Baldvinsson, Stjarnan
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, Valur
Gunnar Kristjánsson, Víkingur
Haukur Páll Sigurðsson, Þróttur