Halldór Karlsson hetja Njarðvíkinga
Njarðvíkingar sigruðu KR-inga 79:80 í undanúrslitum Epson-deildarinnar í gær en staðan í hálfleik var 47:41. Halldór Karlsson var hetja Njarðvíkinga en hann skoraði sigurkörfuna fjórum sekúndum fyrir leikslok. Það var mikil dramantík í Vesturbænum en svo virtist sem KR-ingar ætluðu að sigra. Heimamenn leiddu mestan hluta leiksins og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 71:64. Njarðvíkingar tóku sig þá saman í andlitinu og nýttu sér óskiljanlega útafskiptingu Jóns Arnórs og minnkuðu muninn í tvö stig, 71:69.
Þegar tvær mínútur voru eftir leyddu KR-ingar 75:71 en þá kom góður sprettur hjá Njarðvíkingum og þeir náðu eins stigs forskoti. Jón Arnór Stefánsson sem var kominn aftur inná fékk svo tvö vítaskot þegar 10 sekúndur voru eftir og kom KR-ingum í 79:78. Það leit því út fyrir að hann hefði tryggt heimamönnum sigur. Njarðvíkingar brunuðu hins vegar upp völlinn og Philo gaf góða sendingu á Halldór Karlsson sem gat ekki annað en lagt boltann ofaní körfuna. Halldór fagnaði körfunni gríðarlega í lokin enda tryggði hann Njarðvíkingum sigurinn og um leið farseðil í úrslitin.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Brenton Birmingham var í góðum gír og skoraði 26 stig. Friðrik Stefánsson var einnig öflugur en hann var með 15 stig.
Njarðvíkingar mæta grönnum sínum úr Keflavík í úrslitum og má búast við „sjóðheitu“ einvígi þar.
Þegar tvær mínútur voru eftir leyddu KR-ingar 75:71 en þá kom góður sprettur hjá Njarðvíkingum og þeir náðu eins stigs forskoti. Jón Arnór Stefánsson sem var kominn aftur inná fékk svo tvö vítaskot þegar 10 sekúndur voru eftir og kom KR-ingum í 79:78. Það leit því út fyrir að hann hefði tryggt heimamönnum sigur. Njarðvíkingar brunuðu hins vegar upp völlinn og Philo gaf góða sendingu á Halldór Karlsson sem gat ekki annað en lagt boltann ofaní körfuna. Halldór fagnaði körfunni gríðarlega í lokin enda tryggði hann Njarðvíkingum sigurinn og um leið farseðil í úrslitin.
Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Brenton Birmingham var í góðum gír og skoraði 26 stig. Friðrik Stefánsson var einnig öflugur en hann var með 15 stig.
Njarðvíkingar mæta grönnum sínum úr Keflavík í úrslitum og má búast við „sjóðheitu“ einvígi þar.