Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Halldór Garðar til Keflavíkur
Halldór Garðar með forráðamönnum körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, Ólafi Örvari Ólafssyni og Kristjáni Helga Jóhannssyni, við undirritun samningsins.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 15. júlí 2021 kl. 12:13

Halldór Garðar til Keflavíkur

Halldór Garðar Hermannsson, einn af lykilmönnum Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn í körfubolta hefur skrifað undir tveggja ára samning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur.

Halldór Garðar er alinn upp hjá Þór og hefur leikið með liðinu allan sinn feril. Hann er unnusti Kötlu Rúnar Garðarsdóttur, leikmanns meistaraflokks kvenna hjá Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Halldór Garðar hefur verið í yngri landsliðshópum Íslands undanfarin ár og gert tilkall til A-landsliðsins. Halldór er bakvörður og mun koma til með styrkja Keflavíkurliðið í komandi baráttu á næsta tímabili.