Miðvikudagur 21. júlí 2010 kl. 16:38
Halldór fór holu í höggi
Halldór Ragnarsson fór holu í höggi á 13. braut í Leirunni nýlega. Hann var með þremur félögum sínum þegar hann náði draumahögginu í annað sinn. Tveir félagar hans höfðu báðir sett bolta sína upp að stöng þegar Halldór sagði hingað og ekki lengra og smelli sínum ofan í.