Halda Þróttarar sigurgöngunni áfram?
Þróttur Vogum leikur í kvöld gegn liði Skínanda í c-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu en leikurinn er hluti af 4. umferð deildarinnar.
Þróttur hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu hingað til og getur í kvöld náð fjögurra stiga forystu á toppi riðilsins með sigri.
Leikurinn fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ og hefst kl. 20:00