Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 09:57

Halda Grindvíkingar sigurgöngu sinni áfram?

Átta liða úrslit VISA-bikars karla klárast í kvöld. Grindavík er eina Suðurnesjaliðið eftir í keppninni en þeir leika gegn ÍA á Skipaskaga í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15. Grindvíkingar hafa verið að leika gríðarlega vel upp á síðkastið og unnið fimm leiki í röð í deildinni á meðan Skagamenn hafa lítið sem ekkert getað.Það má þó búast við jöfnum leik í kvöld enda hefur gengi liða í deild oftar en ekki lítið að segja í bikarleikjum þar sem dagsformið og baráttan skiptir sköpum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024