Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 12:33

Hálandaleikar á Suðurnesjum alla helgina

Hálandaleikarnir verða haldnir á Suðurnesjum um helgina. Keppnin fer fram í Keflavík, Grindavík og í Sandgerði og eru keppnisdagarnir tveir. Fyrri daginn, á laugardag, verður keppt í skrúðgarðinum í Keflavík kl. 15 í tengslum við Bylgjulestina. Síðar um daginn, kl. 17 fer fram þraut við Grindavíkurhöfn. Á sunnudag verða síðan úrslitin í Sandgerði þar sem keppt verður í fjórum þrautum í keppni við Fræðasetrið kl. 14. Klukkustund áður verða þátttakendurnir í Hálandaleikunum við Bláa lónið með sprell.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024