Hagnaður upp á 9 milljónir hjá knattspyrnudeild Grindavíkur
- áður haldið fram að deildin hafi tapað 21 milljón
Knattspyrnudeild Grindavíkur skilaði um 9 milljóna króna hagnaði árið 2011. Þessi niðurstaða kom fram á aukaaðalfundi sem fór fram í deildinni á dögunum.
Þessi niðurstaða er allt önnur en haldið var fram í haust þegar því var haldið fram að knattspyrnudeildin hafi tapað 21 milljón á rekstrarárinu. Hagnaður deildarinnar liggur í útistandandi skuld sem UMFG er að innheimta í Búlgaríu vegna sölunnar á Jósef Kristni Jósefssyni.