Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hagnaður í rekstri Hestamannafélagsins Mána
Sunnudagur 11. mars 2012 kl. 17:10

Hagnaður í rekstri Hestamannafélagsins Mána

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Mána var haldinn þann 23. febrúar sl.  í félagsheimili Mána að Mánagrund. Á milli 30 og 40 manns sáu sér fært að mæta á fundinn og er það með ágætum.


Gjaldkeri félagsins, Guðbergur Reynisson, skýrði frá reikningum félagsins en hagnaður félagsins nam 1.850.000.-  árið 2011 og er það mest að þakka Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var á Mánagrund árið 2011 þar sem flest allir félagsmenn lögðu hönd á plóg.


Eignir félagsins hafa einnig aldrei verið meiri en þær eru samkvæmt ársreikningi 195 milljónir og skammtímaskuldir 61.000 um áramót 2011-12, en langtímaskuldir eru engar.

Helstu eignir eru Mánahöllin, stórglæsileg reiðhöll félagsins, sem tekin var í notkun árið 2009. Félagsheimilið að Mánagrund sem vígt var 1996, hringvöllur félagsins, dómskúr, reiðvegir og tamningagerði félagsins bæði á Mánagrund og í Grindavík.


Smelltu hér til að skoða ársreikninginn.