Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hafsteinn Þór íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2005
Mánudagur 6. mars 2006 kl. 17:11

Hafsteinn Þór íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2005

Knattspyrnumaðurinn Hafsteinn Þór Friðriksson var á sunnudag útnefndur íþróttamaður Sandgerðisbæjar 2005 við hátíðlega athöfn í Samkomuhúsinu í Sandgerði.

Þá fengu Karl Grétar Karlsson og Heiðar Sigurjónsson, Íslandsmeistarar í sveitakeppni í bridge, sérstaka viðurkenningu fyrir árangur sinn í íþróttinni.

Þrír einstaklingar voru tilnefndir til íþróttamanns ársins í Sandgerði en þau voru fyrrgreindur Hafsteinn Þór Friðriksson, knattspyrnumaður, Bragi Jónsson, körfuknattleiksmaður og Nína Ósk Kristinsdóttir, knattspyrnukona.

Hafsteinn Þór var burðarás í liði Reynis s.l. sumar er liðið varð Íslandsmeistari í 3. deild og tryggði sér þar með sæti í 2. deild á komandi leiktíð.

VF – myndir/ JBÓ, [email protected]: Á efri myndinni eru Hafsteinn Þór, t.v. og Óskar Gunnarsson, forseti bæjarstjórna í Sandgerði. Á neðri myndinni eru Hafsteinn og Óskar ásamt fulltrúum þeirra Nínu og Braga en þau áttu ekki kost á því að mæta við athöfnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024