Hafsteinn Guðmundsson heiðursfélagi í Arsenalklúbbnum á Íslandi
Keflvíkingurinn Hafsteinn Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðseinvaldur Íslands og samtíðarmaður Alberts Guðmundssonar hjá Arsenal og Val, var gerður að heiðursfélaga í Arsenalklúbbnum á Íslandi á 21. afmælishátíð klúbbsins sem haldin var 18. október s.l.Heiðursfélagar klúbbsins eru þá orðnir sex talsins, fyrir voru það Helgi B. Daníelsson fyrrum landsliðsmarkvörður, Ríkharður Jónsson fyrrum landsliðsmaður, Bjarni Felixson, fyrrum sóknarmaður í KR og íþróttafréttamaður, Finnbogi Friðfinnsson, kaupmaður í Eyjabúð í Vestmannaeyjum og Haukur Guðjónsson, vörubifreiðastjóri í Vestmannaeyjum.






