Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gustafsson til Keflavíkur
Fimmtudagur 7. júlí 2005 kl. 14:28

Gustafsson til Keflavíkur

Keflavík hefur fengið Kenneth Gustavsson til liðs við sig frá sænska 2. deildarliðinu IFK Malmö fyrir væntanlega baráttu í seinni hluta Landsbankadeildarinnar. Gustavsson, sem getur leikið á miðjunni eða í vörninni, kemur til Keflvíkinga þeim að kostnaðarlausu þar sem hann var með ákvæði þess efnis í samningi sínum að hann mætti fara frítt til „stærra“ liðs. Þar sem Keflvíkingar leika í efstu deild hér á landi og fékk hann að ganga til liðsins.

Gustavsson hefur spilað 11 leiki í 2. deildinni í Svíþjóð í sumar og skorað fimm mörk. Gustavsson er 22 ára og lék með Guðmundi Viðari Mete hjá Malmö en Guðmundur gekk til liðs við Keflavík í síðustu viku.

Keflvíkingar sem eru í þriðja sæti í Landsbankadeildinni hafa einnig fengið Sean Fraser frá Jamaíku til reynslu samkvæmt heimasíðu sinni og verður hann hjá þeim næstu daga.

http://www.keflavik.is/Knattspyrna/Forsida/

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024