Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnlaugur formaður UMFG á ný
Föstudagur 5. apríl 2013 kl. 09:52

Gunnlaugur formaður UMFG á ný

Gunnlaugur Hreinsson var kjörinn formaður UMFG á ný á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi en hann tekur við af Bjarna Má Svavarssyni. Gunnlaugur er öllum hnútum kunnugur hjá UMFG en hann var áður formaður UMFG til margra ára og hefur setið sem gjaldkeri undanfarin misseri.

Samþykkt var lagabreyting á aðalfundinum þess efnis stjórn UMFG skipa 5 kjörnir stjórnarmenn auk formenn allra deilda sem eru sjö þannig að stjórnin verður skipuð 12 manns.

Bjarni Már gaf ekki kost á sér í embætti formanns UMFG en hann situr engu að síður áfram í stjórn félagsins sem formaður sunddeildar UMFG.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024