Gunnlaugur Fannar genginn til liðs við Keflavík
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Keflavíkur. Gunnlaugur er fyrsti leikmaðurinn sem gengur til liðs við Keflavík fyrir næsta tímabil í Bestu deild karla í knattspyrnu en Keflvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku og misst marga sterka leikmenn frá því að deildinni lauk síðasta haust.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu knattspyrnudeildar Keflavíkur og um leið og Gunnlaugur er boðinn velkominn er þar sagt um hann:
„Gunnlaugur Fannar er fæddur 1994 og hefur leikið sem miðvörður. Hann lék með Kórdrengjum í Lengjudeildinni á síðasta tímabili en hefur áður leikið með Víking Reykjavík og Haukum.“