Gunnlaug og Jóhann sigra í fyrri umferð Eldmótsins
Fyrri dagur í Eldmóti Púttklúbbs Suðurnesja fór fram í gær, 2 júní að Mánaflöt, 30 keppendur mættu í sannkölluðu sumarveðri, leiknar voru 2 x 18 holur, Sigurvegarar urðu sem hér segir;
Konur:
1. sæti: Gunnlaug Olsen, 73 högg og 4 bingó
2. sæti: Guðrún Halldórsdóttir 74 högg og 4 bingó
3. sæti: Hrefna M Sigurðardóttir 74 högg og 2 bingó
Í umspili um 2. og 3. sæti spiluðu Guðrún og Hrefna og eftir 10 bráðabanaholur var ákveðið að varpa hlutkesti og vann Guðrún. Bingóverðlaun vann svo Erla Helgadóttir með 4 bingó eftir bráðabana.
Karlar:
1. sæti: Jóhann Alexandersson 68 högg og 7 bingó
2. sæti: Hólmgeir Guðmundsson 68 högg og 6 bingó
3. sæti: Gústaf Ólafsson 68 högg og 4 bingó
Jóhann vann í bráðabana, en hann vann einnig til Bingóverðlauna með 7 bingó. Verðlaunaafhending var að Hvammi.
Seinni dagur mótsins er svo 16. júní og þá leggjast saman heildarstig.
Nöfn sigurvegara fara á farandbikar, sem er gefin af styrktaraðila mótsins Eldvörnum ehf.
VF-mynd úr safni