Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnlaug og Garðar sigra á púttmóti
Föstudagur 21. október 2005 kl. 09:55

Gunnlaug og Garðar sigra á púttmóti

Í síðustu viku fór fram í Röstinni, púttmót sem var styrkt af Allt Hreint/Hilmar Sölvason.
34 mættu til leiks og sigurvegarar urðu sem hér segir:

Konur:
1.  sæti   Gunnlaug  Olsen        68 höggum
2.  sæti   María  Einarsdóttir     69 höggum
3.  sæti   Sesselja Þórðardóttir  70 höggum

Flest bingó hlaut einnig Gunnlaug Olsen með 7.

Karlar:
1.  sæti   Garðar Jónsson           63 höggum
2.  sæti   Andrés Þorsteinsson    67 höggum
3.  sæti   Birkir R Jónsson          67 höggum

6 karlar urðu jafnir með 67 högg og sigraði Andrés í umspili og Birkir varð annar, en flest bingó hlaut einnig Garðar Jónsson með 10.
Aðstandendur mótsins vildu þakka styrktaraðilanum Allt Hreint/Hilmar Sölvason en verðlaun voru afhent að lokinni keppni:

Næsta Púttmót er svo Samkaupsmótið þann 27. október

Þess má einnig geta að billiard, eða ballskák, eldri borgara hefur verið flutt úr Fjörheimum í 88 húsið og er þar spilað mánudaga og fimmtudaga á milli kl. 9.30 og 12. Hefur jafnan verið góð mæting og eru enn fleiri hvattir til að láta sjá sig.

VF-Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024