Gunnar verður áfram formaður
Aðalfundur kkd. UMFN í dag
Gunnar Örn Örlygsson hyggst áfram gegna formennsku körfuknattleiksdeildar UMFN, en á dögunum greindi hann frá því að hann ætlaði að stíga til hliðar. Í stuttu spjalli við Víkurfréttir sagði Gunnar að illa hafi gengið að finna fólk sem tilbúið var að taka við af núverandi stjórn og því ætlar Gunnar að gefa aftur kost á sér á aðalfundi sem fram fer í dag laugardag. Ekki er ljóst hvort stjórn breytist á annan hátt að svo stöddu.