Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 29. nóvember 2007 kl. 17:54

Gunnar til liðs við Ármann/Þrótt

Körfuknattleiksmaðurinn Gunnar Stefánsson sem hefur orðið margfaldur meistari með Keflavík er genginn í raðir Ármanns/Þróttar í 1. deild karla. Gunnar lék með Íslandsmeisturum KR og Haukum á síðustu leiktíð en er nú kominn í raðir Ármanns/Þróttar.

 

Gunnar lék 15 leiki með Haukum og KR í fyrra og gerði í þeim samtals 38 stig en eitt af hans helstu vopnum á körfuboltavellinum eru þriggja stiga skotin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024