Gunnar Þór Jóhannsson setti glæsilegt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru - sjö undir pari
				
				Gunnar Þór Jóhannsson, nítján ára heimamaður, kom öllum að óvörum og setti glæsilegt vallarmet á Hólmsvelli í Leiru á öðrum hring í móti Opinna kerfa á Toyota-mótaröðinni í gær. Gunnar Þór lék hringinn á 65 höggum, sjö undir pari, og bætti þriggja ára vallarmet Björgvins Sigurbergssonar um eitt högg. Gunnar lék síðari níu holurnar á 31 höggi, fimm undir pari. Gunnar Þór lék fyrri átján holurnar í dag á 76 höggum og er því á samtals þremur höggum undir pari - hefur sumsé tekið forystu af þeim sem lokið hafa leik í dag.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				