Gunnar Stefánsson til liðs við KR
Gunnar Hafsteinn Stefánsson hefur ákveðið að leika með KR-ingum í vetur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik, en Gunnar er margfaldur Íslands- og bikarmeistari með Keflvíkingum og hefur leikið með Keflavík frá blautu barnsbeini.
Gunnar hóf æfingar hjá KR-ingum í september og hefur ákveðið að leika með vesturbæjarliðinu í vetur. Gunnar er 27 ára skotbakvörður og hóf hann að leika með meistaraflokk Keflavíkur 16 ára gamall og á því að baki um tíu ár í efstu deild.
VF-mynd/ Gunnar í leik með Keflavík gegn Grindavík