Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar semur við Keflavík
Mynd: Karfan.is.
Föstudagur 27. apríl 2018 kl. 11:19

Gunnar semur við Keflavík

Gunnar Ólafsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Karfan.is greinir frá þessu. Gunnar er 24 ára framherji en síðustu fjögur ár hefur hann leikið með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum.

Gunnar lék síðast með Keflavík árið 2014 áður en hann fór út í nám og þá var meðaltal hans í leik 8 stig og 3 fráköst á 22 mínútum. Gunnar lék 5 leiki með íslenska A landsliðinu í körfu í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reggie Dupree, Guðmundur Jónsson og Magnús Már Traustason munu leika með liðinu áfram, ásamt því að nýr þjálfari, Sverrir Þór Sverrisson mun taka við liðinu.