Gunnar semur við Keflavík
Gunnar Ólafsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Karfan.is greinir frá þessu. Gunnar er 24 ára framherji en síðustu fjögur ár hefur hann leikið með St. Francis háskólanum í Bandaríkjunum.
Gunnar lék síðast með Keflavík árið 2014 áður en hann fór út í nám og þá var meðaltal hans í leik 8 stig og 3 fráköst á 22 mínútum. Gunnar lék 5 leiki með íslenska A landsliðinu í körfu í fyrra.
Reggie Dupree, Guðmundur Jónsson og Magnús Már Traustason munu leika með liðinu áfram, ásamt því að nýr þjálfari, Sverrir Þór Sverrisson mun taka við liðinu.