Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnar reynir við Heimsbikarinn
Fimmtudagur 31. ágúst 2006 kl. 13:10

Gunnar reynir við Heimsbikarinn

Gunnar Gunnarsson er staddur í Finnlandi þar sem hann berst um Heimsbikartitilinn í torfæruakstri á Trúðnum landsfræga. Fimm bestu mótin af sex telja til úrslita og deila Gunnar og Gísli Gunnar Jónsson efstu sætunum í torfærunni um þessar mundir.

 

Keppt verður á morgun, föstudag, og laugardag en þetta eru keppnir 3 og 4. Síðustu tvær keppnirnar fara svo fram í Noregi um miðjan septembermánuð.

 

„Brautirnar úti eru vígalegar, langar og brattar sandbrekkur og veðrið úti hefur verið gott upp á síðkastið þannig að það verður mikið ryk í keppninni,“ sagði Gunnar í samtali við Víkurfréttir en hann vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra sem studdu hann til fararinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024