Gunnar Oddsson þjálfar Reynismenn
Ksf. Reynir í Sandgerði hefur samið við Gunnar Oddsson um þjálfun meistaraflokks karla næstu tvö árin, en hann þjálfaði liðið á liðnu tímabili og kom því í úrslit 3. deildar. Gunnar Oddsson er knattspyrnuáhugamönnum vel kunnur. Hann lék með Keflavík, KR og Leiftri í efstu deild karla og er leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi. Gunnar lék 5 leiki með Reyni á síðasta ári. Þá á hann að baki 3 landsleiki og 1 mark með A-landsliði Íslands. Markmið stjórnar knattspyrndudeildar Reynis er að halda áfram uppbyggingu á sterku liði sem getur spjarðað sig í efri deildum og telur fáa menn hæfari en Gunnar Oddsson til að koma því í framkvæmd.