Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Odds ekki að taka við Grindavík - Lasse markvörður til Keflavíkur?
Fimmtudagur 27. maí 2010 kl. 12:44

Gunnar Odds ekki að taka við Grindavík - Lasse markvörður til Keflavíkur?

„Þetta er bara fyndið og út í bláinn. Grindvíkingar hafa ekki talað við mig og ég er ekki að leita að þjálfarastöðu,“ sagði Gunnar Oddsson fyrrverandi þjálfari Þróttar, Keflavíkur og Sandgerðis um frétt Bylgjunnar í hádeginu um að hann væri líklegasti kandídatinn í þjálfarastöðu Grindvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Ég er bara á leið í Mývatnssveitina með flugustöngina mína og verð við veiðar næstu daga og er mjög spenntur fyrir því verkefni. Nú ligg ég yfir fluguboxinu. Við erum að opna hina frægu Laxá í Mývatnssveit,“ sagði Gunni sem hefur meiri áhuga á urriða og laxi en fótbolta.
Keflvíkingar eru samkvæmt heimildum VF að vonast til að fá danska markvörðinn Lasse Jörgensen sem lék með liðinu í fyrra til að leysa Ómar Jóhannsson af hólmi í meiðslum hans en þeir hafa nú sótt um undanþágu hjá KSÍ til þess að fá markmanninn í herbúðir liðsins að nýju. Ómar mun missa af nokkrum leikjum Keflavíkur vegna tognunar í læri og verður frá næstu 4-5 vikurnar.