Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Nelson tilbúinn í UFC segir MMA Viking
Þriðjudagur 3. júlí 2012 kl. 09:11

Gunnar Nelson tilbúinn í UFC segir MMA Viking


Stærsti fréttavefur Norðurlanda um blandaðar bardagaíþróttir (MMA) telur íslenska bardagaíþróttamanninn Gunnar Nelson fremsta Norðurlandabúa af þeim sem ekki hafa gert samning við UFC, langstærsta samband heims í blönduðum bardagaíþróttum. MMA VIking er nú að hefja greinaflokk sem þeir kalla "UFC tilbúinn víkingur" (UFC Ready Viking) og fjallað er um Gunnar í fyrstu grein þessa flokks sem hóf göngu sína á sunnudaginn. Gunnar er flokkaður af MMA Viking sem næstbesti veltivigtarmaður Norðurlanda í blönduðum bardagalistum, næstur á eftir hinum danska Martin Kampmann sem er einn fremsti veltivigtarmaður UFC og 3. á flestum heimslistum, t.d MMA Weekly og Fight Magazine.

Myndin er skjáskot af MMA Viking

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024