Gunnar Már tekinn við Þrótti
Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur gert tveggja ára samning við Gunnar Má Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks félagsins í knattspyrnu.
Gunnar hefur verið viðloðandi þjálfun til fjölda ára. Hann var yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni, einnig var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í fjögur ár og lét af störfum haustið 2021. Gunnar var einnig aðalþjálfari Fjölnis í meistaraflokki kvenna 2016 og 2017.
Gunnar Már lagði skóna á hilluna 2017 eftir langan og farsælan feril. Hann spilaði með FH, Þór, Fjölni og ÍBV í efstu deild. Hann afrekaði það að leika með Fjölni í þriðju, annarri, fyrstu og úrvalsdeild. Þá ´á hann einn A landsleik að baki og fimm bikarúrslitaleiki á sínum ferli.
Gunnar er íþróttafræðingur að mennt, með meistaragráðu í stjórnun frá Bifröst. Einnig er hann lærður nuddari og er með UEFA A þjálfaragráðuna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, ræddi stuttlega við Gunnar Má eftir undirritun samninga. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.