Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Magnús ráðinn þjálfari hjá Njarðvík
Þriðjudagur 26. október 2010 kl. 08:24

Gunnar Magnús ráðinn þjálfari hjá Njarðvík


Gunnar Magnús Jónsson hefur verið ráðinn knattspyrnuþjálfari meistaraflokks Njarðvíkur til tveggja ára. Gunnar Magnús þjálfaði kvennalið Grindavíkur síðustu þrjú tímabil og þar áður var hann yfirþjálfari yngri flokka hjá Keflavík. Gunnar á að baki mikla reynslu en hann hefur unnið við þjálfun þjálfun og íþróttakennslu í 20 ár. Gunnar er menntaður íþróttafræðingur og starfar í dag sem íþróttakennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Gunnar tekur við af Helga Bogasyni sem hefur þjálfað liðið í átta tímabil.

Þá hefur Einar Valur Árnason skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Njarðvík. Einar Valur sem hefur leikið með Njarðvik frá því í 7. flokki á að baki alls 118 mótsleiki. Á heimasíðu félagsins segir að ekki sé ljóst hvaða mannabreytingar verði á liðinu en það muni skýrast á næstunni.


Mynd/umfn.is -  Bjarni Sæmundsson formaður félagsins og Gunnar Magnús handsala samninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024