Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Magnús Jónsson ekki áfram með Keflavík
Mánudagur 10. október 2022 kl. 09:57

Gunnar Magnús Jónsson ekki áfram með Keflavík

Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur hefur ákveðið að virkja endurskoðunarákvæði í samningi deildarinnar við Gunnar Magnús Jónsson um að hann láti af störfum sem þjálfari kvennaliðsins. Þetta kemur fram á Facebook-síðu deildarinnar.

„Gunnar Magnús hefur þjálfað meistaraflokk kvenna frá árinu 2016 og skilur við liðið í Bestu deildinni þar sem liðið hefur spilað tvö síðustu ár. Gunnar hefur unnið ötullega að framgangi og uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar í Keflavík síðustu ár enda sannur Keflvíkingur sem með ástríðu sinni og krafti hefur átt risastóran þátt í því að kvennaknattspyrnan í Keflavík hefur komist á þann stað sem hún er í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gunnar hefur náð eftirtektarverðum árangri með liðið síðustu ár og eru honum færðar bestu þakkir deildarinnar fyrir vel unnin störf.“