Gunnar leikur einnig í New York
Nágranni Elvars í Brooklyn
Gunnar Ólafsson bakvörður Keflvíkinga í Domino´s deildinni mun líkt og Elvar Már Njarðvíkingur leika í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á næsta ári. Ekki nóg með það, heldur mun Gunnar leika í St. Francis skólanum sem er í New York borg, en Elvar mun leika með skóla þar í borg.
„Ég hef alltaf hugsað að ef tækifærið kæmi að fá að spila háskólabolta þá myndi ég nýta það. Þetta er búið að vera markmið hjá mér seinustu tvö til þrjú ár að komast út í skóla þannig að þetta er bara snilld,“ sagði Gunnar í samtali við Karfan.is „Þetta er frekar lítill skóli sem mér líst bara vel á. Aðstaðan þarna er mjög góð og fólkið sem ég hitti þegar ég fór út var frábært. Svo skemmir ekki staðsetningin fyrir.“