Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gunnar lagði Evrópumeistarann
Myndina tók David Lundholm af Gunnari eftir að hann lagði Evrópumeistarann.
Þriðjudagur 24. janúar 2017 kl. 09:25

Gunnar lagði Evrópumeistarann

Njarðvíkingar sigursælir í glímu

Um helgina fóru fram tvö mót á vegum Glímusambands Íslands þar sem Njarðvíkingar voru sigursælir. Frakkar, Svíar, Ítalir og Skotar sendu fólk á þessi geysisterku mót.

Íslandsmeistaramótið í backhold fór fram á laugardaginn í Mjölniskastalanum. Þar mættu sterkustu keppendur Evrópu og ríkjandi Evrópumeistarar í þungavigt karla og kvenna. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Stóru tíðindin komu í opnum flokki fullorðina þar sem allir þeir bestu keppa an tillits til þyngdar.  Þar stóðu allir njarðvíkingarnir sig frábærlega en uppúr stóð að Gunnar Gústaf Logason stal algjörlega senunni með því að leggja alla keppendur sína og þar á meðal Evrópumeistarann og Grettisbeltishafan Ásmund Hálfdán Ásmundsson eftir æsispennandi viðureign. Í léttari flokki unglinga hreppti Ægir Már Íslandsmeistaratitilinn annar varð hinn 14 ára Ingólfur Rögnvaldsson og Kári þriðji. Í þyngri flokki unglinga varð Halldór Matthías Íslandsmeistari, Ægir annar og Ingólfur þriðji.

Á föstudeginum var bikarglíman og þar unnu þrír Njarðvíkingar. Ægir Már Baldvinsson varð bikarmeistari Í -80kg flokki og varð Kári Ragúels Víðisson annar. Í 80 kg flokki varð Halldór Matthías Ingvarsson annar.