Gunnar í lykilstöðu
Torfærukappinn Gunnar Gunnarsson er kominn í vænlega stöðu í Íslandsmótinu í torfæru eftir sigur á Blönduósi í þriðja torfærumóti Íslandsmótsins um síðustu helgi. Gunnar hefur sigrað í öllum þremur mótunum í ár, fyrst á Akureyri, svo á Egilsstöðum og nú um síðustu helgi á Blönduósi þar sem Gunnar fékk einnig verðlaun fyrir bestu tilþrifin í mótinu.
Gunnar situr því í efsta sæti sérútbúinna bíla með 30 stig og hefur átta stiga forskot á næsta mann. Næsta mót er Heimsbikarmótið sem fram fer í Finnlandi í ágúst og er Gunnar þegar tekinn við að undirbúa Trúðinn fyrir mótið.
Nánar verður rætt við Gunnar í Víkurfréttum á fimmtudag og í Íþróttaþætti Víkurfrétta á Vef TV vf.is sem er væntanlegur á netið á morgun.
Gunnar vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til eftirtalinna aðila fyrir góðan stuðning:
Tæknivík, Sparisjóðurinn í Keflavík, Pústþjónusta Bjarkars, Vélsmiðja Suðurnesja, Vökvatengi, Reykjanesbær, Samkaup, Merkiprent, Bílasprautun Suðurnesja, Olsen Olsen, Netsamskipti og Víkurfréttir.
VF-mynd/