Gunnar hugsanlega á heimleið
Gæti farið til ÍBV
Grindvíkingurinn efnilegi, Gunnar Þorsteinsson er hugsanlega á leið heim frá enska knattspynuliðinu Ipswich þar sem Gunnar hefur dvalið síðan vorið 2011. Gunnar sem nú er 19 ára gamall miðjumaður fékk ekki atvinnumannasamning hjá félaginu þrátt fyrir að hafa staðið sig afar vel hjá unglinga- og varaliði félagsins. Gunnar á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands og hann lék m.a. tvo leiki með Grindvíkingum í efstu deild áður en hann hélt á vit ævintýranna í Englandi.
Samkvæmt frétt frá vefsíðunni fótbolti.net er Gunnar á leið til ÍBV. Karl faðir hans er Þorsteinn Gunnarsson, Eyjapeyji með meiru svo Gunnar hefur taugar til Eyja. Í samtali við vefsíðuna segir Gunnar að málin skýrist á næstu dögum en líklega sé hann á heimleið.