Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar Hilmar yfirgefur Keflavík
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 17:10

Gunnar Hilmar yfirgefur Keflavík

Gunnar Hilmar Kristinsson, leikmaður knattspyrnuliðs Keflavíkur, hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við liðið. Kemur það fram á heimasíðu liðsins.

Gunnar, sem gekk til liðs Keflavík frá ÍR síðasta vetur, lék nokkra leiki með Keflavík og skoraði m.a. mark í Evrópuleik gegn FC Etzella frá Luxemborg í 2-0 sigri Keflvíkinga á þeim í á Laugardalsvelli.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Gunnari gott samstarf sem hvergi féll skuggi á. Þeir segja létta og skemmtilega lund Gunnars hafa eflt liðsandann og stemminguna í hópnum frá upphafi. Leikmenn, stjórn og þjálfarar óska Gunnari velfarnaðar á nýjum slóðum.

VF-mynd/Jón Björn: Gunnar Hilmar fagnar marki sínu gegn Etzella. Varnarmaðurinn er ekki alveg jafn sáttur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024