Gunnar Hilmar í Keflavík
Knattspyrnumaðurinn Gunnar Hilmar Kristinsson er genginn til liðs við Keflavík frá ÍR en félagaskiptin gengu í gegn í gær. Gunnar er fyrrum unglingalandsliðsmaður en hann æfði einnig með 1.deildarliði HK fyrir skömmu, úrvalsdeildarlið Keflavíkur varð þó fyrir valinu. Þetta kemur fram á fotbolti.net
Gunnar er tvítugur örvfættur miðjumaður sem er uppalinn hjá ÍR. Hann lék fyrst með meistaraflokki félagsins sumarið 2001 en í fyrrasumar lék hann 10 leiki með liðinu og skoraði eitt mark. Hann var meiddur hluta af sumrinu.
Af fotbolti.net
Gunnar er tvítugur örvfættur miðjumaður sem er uppalinn hjá ÍR. Hann lék fyrst með meistaraflokki félagsins sumarið 2001 en í fyrrasumar lék hann 10 leiki með liðinu og skoraði eitt mark. Hann var meiddur hluta af sumrinu.
Af fotbolti.net