Mánudagur 19. desember 2016 kl. 15:24
Gunnar hættir sem formaður - Róbert tekur við
Róbert Þór Guðnason hefur tekið við formannsembættinu af Gunnari Erni Örlygssyni hjá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Róbert gegndi áður hlutverki varaformanns deildarinnar en Gunnar hefur látið af störfum sem formaður sökum anna í vinnu sinni. Gunnar hefur verið formaður síðan árið 2014.