Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar hættir með kvennalið Grindavíkur
Miðvikudagur 6. október 2010 kl. 09:04

Gunnar hættir með kvennalið Grindavíkur


Stjórn kvennaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur og Gunnar Magnús Jónsson hafa komist að samkomulagi um að Gunnar láti af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Pepsideild kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kvennaráðið sendi frá sér.

„Kvennaráð Grindavíkur þakkar Gunnari fyrir frábær störf í þágu kvennaknattspyrnunnar í Grindavík og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni.

Mynd:www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024