Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gunnar hættir hjá Njarðvík
Mánudagur 23. september 2013 kl. 12:21

Gunnar hættir hjá Njarðvík

Gunnar Magnús Jónsson lætur af þjálfun meistaraflokks Njarðvíkur í 2. deild karla í fótbolta, er samning hans lýkur núna um mánaðarmótin. Gunnar tók við meistaraflokki haustið 2010 og hefur stjórnað liðinu síðustu þrjú keppnistímabil. Frá þessu er greint á heimasíðu Njarðvíkinga.

Gunnar stjórnaði liðinu í 90 leikjum  á Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann vann 42 leiki, gerði 20 jafntefli og tapaði 28 leikjum.
Undir hans stjórn skoraði liðið 208 mörk og fékk á sig 155.

Gunnar notaði samtals 72 leikmenn í öllum mótsleikjum sínum sem þjálfari Njarðvíkur.

Gunnar notaði samtals 64 leikmenn í deildarleikjum sínum sem þjálfari Njarðvíkur. Hann notaði að meðaltali 30,67 leikmenn á tímabili í deildarkeppni.

Gunnar vann 27 af 65 deildarleikjum sínum sem þjálfari Njarðvíkur
2011 endaði liði í 3. sæti með 39 stig - 2 stigum frá öðru sæti
2012 endaði liði í 8. sæti með 30 stig - 13 stigum frá öðru sæti
2013 endaði liði í 6. sæti með 31 stig - 9 stigum frá öðru sæti

Gunnar vann 12 af 18 deildarbikarleikjum sínum sem þjálfari Njarðvíkur
2011 komst hann í undanúrslit B-deildar þar sem Njarðvík tapaði gegn Aftureldingu.
2012 komst hann í úrslit B-deildar þar sem Njarðvík tapaði gegn HK.

Gunnar vann 2 af 4 bikarleikjum sínum sem þjálfari Njarðvíkur
2011 - Björninn - Njarðvík 0-1
2012 - Njarðvík - Kjalnesingar 10-1
2013 - Njarðvík - Mídas 8-0

Hlutfall sigra hjá Gunnari sem þjálfari
Í deildarkeppni 40,9%
Bikarkeppni KSÍ 50,0%
Deildarbikar KSÍ 66,7%

Samtals árangur 46,7%